Erling Braut Haaland, leikmaður Manchester City, útilokar ekki að færa sig um set í framtíðinni.
Þetta segir hann í viðtali við The Athletic en norski framherjinn hefur verið stórkostlegur fyrir City frá því hann kom fyrir síðustu leiktíð.
„Ég er mjög ánægður. Sérstaklega með allt fólkið hérna í kringum mig, stjórann, stjórnina, ég er mjög ánægður hér,“ segir Haaland meðal annars í viðtalinu.
„Þetta verður sennilega stór fyrirsögn en þú veist aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þú getur skrifað þetta en þú verður líka að skrifa allt hitt. Ég er mjög ánægður hér.“
Haaland hefur til að mynda verið orðaður við skipti til Real Madrid í framtíðinni.