Franska deildin mun taka upp nafn McDonald’s á næstu leiktíð og borgar fyrirtækið 17 milljónir punda á ári fyrir nafnið.
Franska deildin hefur undanfarin ár borið nafn Uber Eats en færir sig nú yfir til McDonald’s.
McDonald’s er eitt stærsta og verðmætasta vörumerki í heimi en fyrirtækið rekur veitingastaði út um allan heim.
McDonald’s var lengi vel á Íslandi en hætti hér í kringum hrunið árið 2008 og hefur ekki mætt síðan.
Franska deildin hefur verið í varnarleik undanfarin ár en deildin hefur verið í vandræðum með að selja sjónvarpsréttinn og fá inn miklar tekjur í gegnum hann.