Declan Rice viðurkennir að það hafi verið erfitt að skora gegn sínum gömlu félögum í West Ham fyrr í vetur.
Rice er 25 ára gamall og yfirgaf West Ham í sumar fyrir 100 milljónir punda og gerði samning við Arsenal.
Rice skoraði í sannfærandi sigri Arsenal á West Ham fyrr á tímabilinu og segir að tilfinningin hafi verið ansi skrítin á þeim tímapunkti.
,,Þetta var svo erfitt. Við töpuðum gegn þeim í bikarnum og töpuðum á Emirates; ég spilaði ekki vel og gaf þeim vítaspyrnu,“ sagði Rice.
,,Stuðningsmenn West Ham gerðu grín að mér allan leikinn og ég get alveg tekið því, ég spilaði þarna í 10 ár og veit hvernig þeir virka.“
,,Þegar ég tók hornspyrnu þá voru nokkrir sem bauluðu á mig en ég fékk líka smá stuðning. Ég hef aldrei hætt að elska þá eða félagið.“