Luton 2 – 3 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins(’24)
0-2 Ollie Watkins(’28)
1-2 Tahith Chong(’66)
2-2 Carlton Morris(’72)
2-3 Lucas Digne(’88)
Aston Villa vann dramatískan sigur í ensku úrvsalsdeildinni í kvöld sem mætti Luton á útivelli.
Allt stefndi í nokkuð þægilegan sigur Villa sem komst í 2-0 með mörkum frá markavélinni Ollie Watkins.
Luton kom hins vegar til baka í seinni hálfleik og jafnaði metin og voru lokamínúturnar spennandi.
Varamaðurinn Lucas Digne skoraði með skalla er tvær mínútur voru eftir og tryggði gestunum dýrmæt þrjú stig.