fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Edda segir ódýrt að kenna Vöndu um mikið tap á rekstri – „Ég heyrði engan af þeim hrósa Vöndu“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 2. mars 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan er á sínum stað þennan föstudaginn líkt og alltaf. Hörður Magnússon og Edda Sif Pálsdóttir fara yfir allt það helsta.

Hörður er einn dáðasti íþróttalýsandi landsins og Edda Sif er ein af stjörnum RÚV þegar kemur að umfjöllun um íþróttir.

Guðni Bergsson bauð sig fram til formanns KSÍ um síðustu helgi en fékk ekki mikinn stuðning, mjög lítinn miðað við það sem reiknað var með.

Edda telur að framboð hans hafi líklega komið of snemma eða tveimur og hálfu ári eftir að. hann sagði af sér.

„Kannski líður einhverjum eins og þetta hafi ekki verið uppgert, þetta voru afsakanir og eins og þetta væri öðrum að kenna. Hann baðst afsökunar í ræðu sinni á þinginu, sem var í fyrsta sinn svona opinberlega,“ segir Edda.

video
play-sharp-fill

Þorvaldur Örlygsson var kjörinn formaður KSÍ og tók við af Vöndu Sigurgeirsdóttur.

„Eitt sem mér finnst skrýtið, ég heyrði engan af þeim hrósa Vöndu. Hún tekur við fáránlegar aðstæður, er búinn að gera alls konar góða hluti.“

„Mér fannst ódýrt að pikka í einhverjar milljónir í ársreikningi, voru af eðlilegum og hægt að útskýra ástæðurnar ,“ segir Edda.

Hörður tók þá til máls og ræddi mistök Vöndu að hans mati „Undirskrift um nýjan samning Arnar Þór Viðarsson og uppsögn nokkru síðar, ég set stórt spurningarmerki við það,“ segir Hörður en Arnar Þór var rekinn í mars eftir tvo leiki í undankeppni EM.

„Síðasta verk Vöndu og hennar stjórnar er að gera nýjan samning við Age Hareide, það ætti að vera verk hjá nýjum formanni og stjórn að taka ákvörðun um málið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Í gær

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Í gær

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
Hide picture