Bay FC í Bandaríkjunum keypti nýlega dýrasta leikmann í sögu kvennafótboltans en um er að ræða hina skemmtilegu Rachael Kundananji.
Kundananji er dýrasta kona frá upphafi en hún kostaði Bay FC tæplega 800 þúsund dollara frá Real Madrid.
Kundanjani er 23 ára gömul og lék með landsliði Sambíu í umspili um sæti á Ólympíuleikunum í vikunni.
Útlit er fyrir að þessi ágæti leikmaður sé að glíma við nokkuð alvarleg meiðsli en hún var borin af velli í 3-3 jafntefli við Gana.
Framherjinn hefur enn ekki spilað leik fyrir Bay FC og er útlit fyrir að hún þurfi að bíða í einhverjar vikur.
Um er að ræða einn mest spennandi leikmann heims í kvennaboltanum en hún skoraði 25 mörk í 29 leikjum fyrir kvennalið Real.