Forráðamenn Manchester United eru verulega óhressir með Fulham og samfélagsmiðla félagsins þar sem Bruno Fernandes er hafður að háð og spotti.
Á TikTok síðu félagsins var birt myndband af Bruno og meintum leikaraskap hans um liðna helgi.
Bruno var þá sárþjáður á vellinum en var fljótur á lappir þegar það skipti máli.
Forráðamenn United íhuga að fara lengra með málið en vilja helst ekki fara í stríð við félag í deildinni, þeir eru þó verulega óhressir.
Bruno er oft í taugarnar á mörgum fyrir leikaraskap og leikræna tilburði innan vallar en forráðamenn United segja hann harðari en flesta og að hann taki við höggum í hverjum leik.
„Erum svo glöð að það sé í lagi með hann,“ skrifaði Fulham við myndbandið sem sjá má hér að neðan.
@fulhamfc So glad he’s ok… 🙄 #fulhamfc #premierleague #brunofernandes ♬ sonido original – ♫ ♪ 𝒴𝒶𝓃𝒿𝓊𝓁𝓂𝒶𝓇𝓉 ♫ ♪