Harry Kane hefur sent liðsfélögum sínum í Bayern Munchen skýr skilaboð varðandi framhaldið í Bundesligunni og Meistaradeildinni.
Eftir þrjú töp í röð vann Bayern leik um helgina en liðið vann RB Leipzig með tveimur mörkum gegn einu.
Kane reyndist hetja Bayern og skoraði tvennu en liðið er átta stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen heima fyrir.
Kane segir að það sé ekki í boði fyrir leikmenn að gráta sig í svefn yfir genginu og að úrslitin þurfi að lagast á næstu vikum.
,,Við þurfum að halda áfram sama striki, við unnum góðan sigur um helgina en þurfum að gera það sama út tímabilið,“ sagði Kane.
,,Við þurftum að svara fyrir okkur eftir erfiða viku. Við berum ábyrgð í þessu félagi, við getum ekki vorkennt sjálfum okkur.“