Meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Manchester United í vetur en gegn Fulham vantaði ellefu leikmenn sem gætu búið til ágætis byrjunarlið fyrir Erik ten Hag.
Tveir af þeim voru ssendir út á lán en sjö af þeim voru meiddir og gátu ekki verið í hóp.
Rasmus Hojlund, Mason Mount, Luke Shaw, Lisandro Martinez og fleiri eru meiddir þessa dagana.
United tapaði gegn Fulham en ljóst er að starf Ten Hag er í hættu, gengi liðsins hefur verið slakt á þessu tímabili.
Svona hefði byrjunarlið United geta litið út en Antony kom inn sem varamaður í leiknum.