Wayne Rooney fyrrum framherji Manchester United og enska landsliðsins hefur samvið breska ríkissjónvarpið um að koma að umfjöllun þeirra um enska bikarinn.
Rooney hefur verið atvinnulaus undanfarnar vikur en hann mun starfa í kringum enska bikarinn hjá BBC.
Fyrsti leikurinn sem Rooney mun starfa við er leikur Nottingham Forest og Manchester United.
„Ég er mjög spenntur fyrir því að koma að þessu í kringum þessa sögulegu keppni,“ segir Rooney.
„Ég hef verið sem leikmaður og þjálfari í þessari keppni, það verður gaman að prufa að vera hinu megin við myndavélina.“
Rooney var rekinn sem þjálfari Birmingham á dögunum eftir örfáar vikur í starfi.