Undrabarnið Oscar Bobb er búinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester City til ársins 2029.
Þetta staðfesti enska félagið í gær en Bobb er 20 ára gamall og er norskur landsliðsmaður.
Hann hefur undanfarin fimm ár verið í röðum Englandsmeistarana eftir komu frá Valerenga í heimalandinu.
Bobb þykir gríðarlega efnilegur og hefur spilað 16 leiki fyrir City í öllum keppnum á tímabilinu.
City gerði mikið til að framlengja við Bobb sem er talinn fá væna launahækkun við undirskrift.