fbpx
Mánudagur 26.maí 2025
433Sport

Skipstjórarnir tólf sem undirbúa áhafnir sínar: Hjálparkokkur þarf að stíga upp – Arnar og Arnar líklegir í titilbaráttu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innan skamms fer Besta deild karla af stað en deildin fer af stað í byrjun apríl og eru því liðin á leið inn í síðustu vikur undirbúningstímabilsins.

Þjálfarar liðanna eru misjafnir eins og þeir eru margir, hafa hina ýmsu styrkleika og sumir hafa sína veikleika í starfi.

Tólf skipstjórar eru í deildinni og búa við þá pressu sem fylgir því að starfa í efstu deild.

Við skoðum hér að neðan hvaða tólf aðilar stýra liðum Bestu deildarinnar í sumar.


1. Víkingur – Arnar Gunnlaugsson
Hefur sannað ágæti sitt í deildinni hér undanfarin ár og ef fram heldur sem horfir er hann í hópi bestu þjálfara í sögu efstu deildar. Hans hausverkur í ár verður að fylla í skörð Loga Tómassonar og Birnis Ingasonar sem báðir eru farnir. Voru meðal jafn bestu leikmanna deildarinnar í fyrra. Víkingur lenti í vandræðum þegar liðið var að verja Íslandsmeistaratitilinn sumarið 2022, getur Arnar fundið uppskriftina til að vinna þetta tvö ár í röð?

2. Valur – Arnar Grétarsson
Annað heila tímabil Arnars með Val er að ganga í garð, hans annað heila tímabil með KA sumarið 2022 var kraftaverki líkast. Kom liðinu í Evrópu, hefur fastmótaðar hugmyndir og leitar að sínum fyrsta titli í þjálfun. Kemur hann í sumar? Er hið minnsta líklegastur til að berjast við nafna sinn sem stýrir Víkingi í sumar.

3. Stjarnan – Jökull Elísabetarson
Jökull tók við liði Stjörnunnar í fyrra þegar mótið var farið af stað, fór á flug með liðið og sýndi að það eru hæfileikar til staðar. Mun fá mikla athygli í sumar og spurning er hvernig honum tekst að eiga við þá pressu sem verður á honum og liðinu.

4. Breiðablik – Halldór Árnason
Tók við liðinu síðasta haust þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson hætti störfum, þarf að sanna það fyrir fólki að hann sé meira en bara afbragðs hjálparkokkur. Ljóst er að kröfurnar eru miklar og Halldór þarf að standast undir þeim.

Mynd/Valli

5. FH – Heimir Guðjónsson
Þó FH-ingar eigi erfitt með að sætta sig við fimmta sætið var stórkostleg bæting á liðinu undir stjórn Heimis á síðustu leiktíð. Þekktur fyrir að láta liðin sín æfa vel og bikarasafnið er myndarlegt, þarf að stíga næsta skref með liðið í sumar.

6. KR – Gregg Ryder
Hefur mikið að sanna og þarf að sannfæra einhverja um að hann hafi verið rétti kosturinn, fari liðið vel af stað kemur fólkið í Vesturbænum en eins og allir þekkja eru stuðningsmenn félagsins fljótir að gefast upp á liðinu ef það spilar illa og nær ekki í úrslitin.

7. KA – Hallgrímur Jónasson
Tímabilið í fyrra var gott hjá KA þó niðurstaðan í deildinni hafi verið vonbrigði, liðið fór áfram í Evrópu og fór alla leið í bikarúrslit þar sem liðið tapaði. Hallgrímur er á leið inn í sitt annað tímabil og þarf að koma KA ofar í töflunni.

DV/KSJ

8. Fylkir – Rúnar Páll Sigmundsson
Reyndur þjálfari en sumarið gæti reynst erfitt, hafa í tvígang tapað gegn ÍR í vetur sem gefur ekki góð fyrirheit. Þarf styrkingu til að geta nýtt hæfileika sína sem þjálfari.

Ómar Ingi er þjálfari HK. Mynd: HK

9. HK – Ómar Ingi Guðmundsson
Eftir gott fyrsta tímabil sem þjálfari í efstu deild þá hallaði undan fæti þegar leið á mótið í fyrra, hefur verið í brekku með liðið í vetur. Liðið hefur svo lítið sem ekkert styrkt sig í vetur sem gæti gert starf Ómars erfitt.

10. Fram – Rúnar Kristinsson
Eftir að hafa dansað við falldrauginn í fyrra samdi Fram við Rúnar Kristinsson, án nokkurs vafa einn besti þjálfari deildarinnar. Koma hans gefur fólki í dal draumanna leyfi til þess að dreyma.

11. ÍA – Jón Þór Hauksson
Hefur stýrt ÍA áður í efstu deild en fór niður með liðið, hefur fengið nokkra styrkingu í vetur og þarf að sanna sig sem þjálfari í deild þeirra bestu í sumar.

12. Vestri – Davíð Smári Lamude
Hefur á örfáum árum komið sér hratt upp stigann þegar kemur að íslenskum þjálfurum, agaður og þéttur leikur hans liða er líklegur til árangurs. Verður fróðlegt að fylgjast með honum á stærsta sviðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

17 ára en verður launahærri en einn besti markaskorari heims

17 ára en verður launahærri en einn besti markaskorari heims
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hélt hann væri ósnertanlegur og var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi: Réðst á eldri konu – ,,Passaðu hvar þú labbar feita belja“

Hélt hann væri ósnertanlegur og var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi: Réðst á eldri konu – ,,Passaðu hvar þú labbar feita belja“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu þegar heimsfrægu mennirnir urðu sér til skammar fyrir framan alþjóð – Misstu hausinn og sáu rautt

Sjáðu þegar heimsfrægu mennirnir urðu sér til skammar fyrir framan alþjóð – Misstu hausinn og sáu rautt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eigandi Forest sagði Carragher að fara til fjandans

Eigandi Forest sagði Carragher að fara til fjandans
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vængbrotnir Eyjamenn fengu skell – KA með sigur

Besta deildin: Vængbrotnir Eyjamenn fengu skell – KA með sigur
433Sport
Í gær

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun
433Sport
Í gær

Fjölskyldan vildi fara til Manchester en hann neitaði

Fjölskyldan vildi fara til Manchester en hann neitaði
433Sport
Í gær

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“