Það er að verða líklegra en ekki að Manchester United reyni að losna við Antony í sumar, næst dýrasta leikmann í sögu félagsins.
United borgaði 86 milljónir punda þegar Antony kom fyrir um 20 mánuðum síðan.
Kantmaðurinn frá Brasilíu hefur lítið sem ekkert getað á Old Trafford og framtíð hans er nú í hætt.
Ensk blöð segja í dag að Sir Jim Ratcliffe og hans fólk sé farið að skoða það að selja Antony í sumar.
Hann hefur lítið fengið að spila síðustu vikur og um helgina voru Omari Forson og Amad Diallo á undan honum í röðinni.
Antony kom við sögu á 89 mínútu í tapi gegn Fulham en hann kom til United frá Ajax.