Mason Greenwood sóknarmaður Getafe á Spáni hefur beðið félagið sitt um að þrýsta á spænska knattspyrnusambandið að hætta rannsókn á máli tengdu honum.
Spænska sambandið skoðar það nú hvort Jude Bellingham hafi kallað hann nauðgara í leik Getafe og Real Madrid á dögunum.
Allt bendir til þess að Bellingham hafi gert það en spænska sambandið vill sanna það og þá refsa honum.
Talað hefur verið um að Bellingham gæti fengið allt að tíu leikja bann vegna málsins. Greenwood var sakaður um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.
Rannsókn málsins var hætt fyrir ári síðan þegar ný gögn og vitnu breyttu framburði sínum.
Greenwood er í eigu Manchester United en félagið treysti sér ekki til að spila honum vegna málsins og lánaði hann til Spánar.