Jon Dahl Tomasson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Svía og tekur við starfinu af Janne Andersson.
Andersson ákvað að segja starfi sínu lausu fyrr í vetur eftir að Svíum mistókst að tryggja sæti sitt á lokakeppni EM 2024.
Tomasson er nafn sem margir kannast við en hann lék með liðum á borð við Newcastle, Feyenoord, AC Milan og Villarreal á ferlinum.
Um er að ræða fyrrum danskan landsliðsmann sem er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við Svíum.
Tomasson er 47 ára gamall og var síðast þjálfari hjá Blackburn Rovers á Englandi frá 2022 til 2024.
Jon Dahl Tomasson is the first foreign manager in the Swedish national team. https://t.co/SScPGQEosv
— 🇸🇪 (@SwedeStats) February 26, 2024