fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Er að verða virkilega þreyttur á eigin leikmanni sem hættir ekki að klúðra

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 19:11

Balogun skorar í Evrópudeildinni með Arsenal. Mynd/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adi Hutter, þjálfari Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, er að verða nokkuð pirraður á framherjanum Florin Balogun.

Balogun er 22 ára gamall og er bandarískur landsliðsmaður og lék með Arsenal frá 2008 til ársins 2023.

Þar spilaði Balogun aðeins tvo deildarleiki og var lánaður til bæði Middlesbrough og Reims.

Monaco ákvað að kaupa Balogun í fyrra og hefur hann skorað sex mörk í 21 leik hingað til.

,,Hann er búinn að klúðra fjórum vítaspyrnum á þessu tímabili, það er mikið og það er of mikið,“ sagði Hutter.

,,Ég þarf að taka ábyrgð á þessu, það er möguleiki á að við breytum um vítaspyrnuskyttu í framtíðinni.“

Balogun klikkaði enn eina ferðina á vítaspyrnu um helgina í 2-3 sigri á Lens en skoraði þó fyrsta mark leiksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi