David Moyes er með samningstilboð frá West Ham en hann staðfesti þetta sjálfur í samtali við blaðamenn.
Moyes hefur gert flotta hluti með West Ham þó að gengið hafi verið nokkuð brösugt á köflum í vetur.
Moyes verður samningslaus í sumar og er óvíst með framhaldið en eigendur félagsins vilja halda honum í starfi.
Moyes býr yfir mikilli reynslu og hefur þjálfað lið eins og Everton og Manchester United á sínum ferli.
,,Ég hef átt gott samtal við eigendur félagsins David Sullivan og Karren Brady,“ sagði Moyes.
,,Ég er með samningstilboð á borðinu en það er ég sem ákveð að bíða þar til í lok tímabils.“