Xavi, stjóri Barcelona, sér alls ekki eftir því að hafa tilkynnt það fyrr í vetur að hann væri á förum frá félaginu.
Xavi hefur undanfarin þrjú ár þjálfað Barcelona og vann liðið öruggan 4-0 heimasigur á Getafe í gær.
Ákvörðunin kom mörgum á óvart en Barcelona vann meistaratitilinn undir stjórn Xavi á síðustu leiktíð.
Spánverjinn er þó sáttur með eigin ákvörðun og telur að hún sé sú besta fyrir sitt uppeldisfélag.
,,Nei ég sé alls ekki eftir þessari ákvörðun, hún var rétt því liðið er að taka skref fram á við,“ sagði Xavi.
,,Ég er mjög sannfærður um að ákvörðunin sé rétt. Ekki bara fyrir mig heldur fyrir félagið og ég vil einnig þakka stuðningsmönnum fyrir að standa við bakið á mér.“