Ívar Ingimarsson hefur verið ráðinn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna hjá KR út keppnistímabilið 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.
Ívar er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmaður til margra ára.
„Ívar er flott viðbót við teymi kvennaliðsins og erum við gríðarlega ánægð að fá hann í hópinn. Hans fyrsti leikur á bekknum verður í kvöld þegar liðið mætir Augnabliki kl. 19:00 á KR-velli. Hvetjum ykkur öll að mæta,“ segir í tilkynningu.
Gunnar Einarsson var ráðinn þjálfari liðsins á dögunum þegar Pálmi Rafn Pálmason hætti störfum og tók við sem aðstoðarþjálfari karlaliðsins.
Ívar lét af störum sem stjórnarmaður í KSÍ um helgina eftir rúmlega tveggja ára setu þar.