Brasilíska félagið Palmeiras hefur beðið Real Madrid um hjálp en liðið vill fá að halda undrabarninu Endrick út tímabilið.
Endrick hefur gert samning við Real en hann var kynntur sem nýr leikmaður liðsins í desember 2022.
Um leið og Endrick verður 18 ára gamall á hann að ganga endanlega í raðir Real en hann er þessa stundina enn leikmaður Palmeiras.
Palmeiras vill mikið halda þessum 17 ára gamla strák þar til í lok árs en óvíst er hvort Real sé tilbúið að samþykkja þá kröfu.
Útlit er fyrir að Kylian Mbappe semji við Real í sumar og vonast Palmeiras til þess að koma franska landsliðsmannsins geri Endrick kleift að spila lengur í heimalandinu.
Endrick vakti fyrst athygli aðeins 16 ára gamall og kostaði Real 60 milljónir evra.