Jadon Sancho kantmaður Manchester United er ekki að gera góða hluti hjá Borussia Dortmund þar sem hann er á láni.
Sancho var lánaður til Dortmund í janúar en hafði ekki spilað fótbolta í fjóra mánuði hjá United.
Endurkoma hans til Dortmund hefur ekki verið góð og hann fær að heyra það í þýskum fjölmiðlum í dag.
„Allir hjá Dortmund voru ánægðir þegar Sancho kom til baka, týndi sonurinn mætti. heim,“ sagði í umfjöllun Der Westen um málið.
„Nokkrum vikum seinna er enn ekkert að frétta, vonir stóðu til um að fyrsta markið kæmi gegn Hoffenheim í gær.“
„Það voru vonbrigði enn á ný, Sancho átti lélegan leik og var líklega lélegasti maður vallarins,“ segir einnig í umfjöllun Der Westen eftir 3-2 tap Dortmund.