Roy Hodgson er ekki hættur í fótboltanum og er nú að leita sér að nýju starfi 76 ára gamall.
Frá þessu greina enskir miðlar en Hodgson var rekinn frá Crystal Palace á dögunum eftir slakt gengi.
Hodgson veiktist skyndilega á æfingasvæði Palace nýlega og bjuggust flestir við að hann væri nú hættur störfum.
Ólíklegt er að Hodgson þjálfi á nýjan leik en hann er að skoða það að gerast ráðgjafi og mögulega verður það erlendis.
Hodgson býr yfir mikilli reynslu í fótboltanum en hann hefur verið þjálfari alveg frá árinu 1976.
Hann skoðar nú möguleika erlendis og mögulega á Englandi en miklar líkur eru á að um ráðgjafastarf sé að ræða.