Kona að nafni Racheal Kundanaji er í dag dýrasta knattspyrnukona sögunnar en hún er leikmaður Bay FC.
Bay FC hefur tryggt sér þjónustu Kundananji en hún kemur til félagsins frá Madrid CFF fyrir 685 þúsund pund.
Kundananji er 23 ára gömul en hún kemur frá Sambíu og er langdýrasta knattspyrnukona í sögu þeirrar þjóðar.
Kundananji vakti athygli með kvennaliði Real Madrid og skoraði þar 25 deildarmörk í aðeins 29 leikjum.
Hún lék með Eibar fyrir það en hefur einnig spilað í Kasakstan sem og í heimalandinu.
Bay FC hefur tröllatrú á þessum skemmtilega leikmanni sem spilaði aðeins með Real í tvö ár.