fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Sveinn Gíslason býður sig fram til stjórnar KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 10. febrúar 2024 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Gíslason, fyrrverandi formaður aðalstjórnar Breiðabliks, býður sig fram í stjórn KSÍ sem kosin verður í lok mánaðarins á ársþingi sambandsins.

„Ég þekki íþróttahreyfinguna og innviði hennar mjög vel og þær áskoranir sem stjórnarmenn íþróttafélaga standa frammi fyrir í sínum daglegu störfum. Í starfi mínu sem formaður Breiðabliks tók ég virkan þátt í að bæta aðstöðu og umgjörð fyrir kattspyrnu innan félagsins og þekki vel þær áskoranir sem þar þarf að mæta,“ segir Sveinn.

„Ég hef brennandi áhuga á fótbolta. Þeim áhuga deila strákarnir mínir fjórir með mér sem ég fylgdi í gegnum yngri flokka starf og núna erum við saman í stúkunni til að hvetja og styðja meðal annars elsta barnabarnið sem ver markið hjá meistaraflokki kvenna hjá Val. Í gegnum það skemmtilega áhorf og starfið í Kópavogi þekki ég vel verkefnin í kvennaboltanum og hef mikinn áhuga á vexti hans og viðgangi.

Ég er þó ekki að bjóða mig fram í stjórn KSÍ vegna þekkingar minnar á fótbolta heldur langar mig að láta gott af mér leiða á því sviði sem ég er sterkastur þ.e. sviði fjármála og stjórnunar. Um leið og við byggjum upp fótboltann í landinu þá þurfum við að tryggja góðan og nútímalegan rekstur. Hjá Breiðabliki beitti ég mér fyrir vönduðum stjórnarháttum og góðu utan um haldi um fjármál og áætlanagerð.

KSÍ er flaggskipið í Íslensku íþróttalífi ásamt því að gegna veigamiklu samfélagslegu hlutverki almennt, það er því afar mikilvægt að sambandið sé góð fyrirmynd í öllu er snýr að góðum stjórnarháttum og fjármálmálum. Mig langar að leggja mitt lóð á vogarskálar og vinna þannig að framgangi fótboltans í landinu.“

Sveinn sat í aðalstjórn Breiðabliks frá árinu 1999 til 2022 eða í 23 ár, fyrst sem gjaldkeri aðalstjórnar en síðustu ár sem formaður. Sveinn er rekstrarhagfræðingur að mennt frá Copenhagen Business School (CBS) og hefur starfað hjá Arion banka og forverum hans síðan 2001. Sveinn hefur gengt ýmsum stjórnunarstörfum hjá bankanum í gegnum tíðina en er í dag forstöðumaður á sviði bankans sem heitir Markaðir og annast m.a. eignastýringu og verðbréfamiðlun. Sveinn býr því yfir víðtækri stjórnunarreynslu sem og reynslu af fjármálamarkaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Í gær

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar