Landsleikur Argentínu og Nígeríu í næsta mánuði fer ekki fram en stjórnvöld í Kína hafa tekið þessa ákvörðun.
Leikurinn átti að fara fram í Kína en um var að ræða vináttulandsleik á milli tveggja sterkra þjóða.
Kína hefur hins vegar ákveðið að horfa til annarra liða eftir leik stjörnuliðs Hong Kong gegn Inter Miami á dögunum.
Kína er á því máli að Inter Miami hafi sýnt Hong Kong liðinu vanvirðingu í þessum leik með því að nota ekki Lionel Messi í leiknum.
Fjölmargir mættu á völlinn til að sjá einn besta ef ekki besta leikmann sögunnar spila en hann kom ekki við sögu.
Kína telur að fólkið í Hong Kong hafi fengið enga virðingu frá bandaríska félaginu og tekur þessa ákvörðun í refsingarskyni.