Knattspyrnuáhugafólk í Hong Kong krefst þess að Lionel Messi verði aldrei aftur hleypt inn í landið, er það vegna þess að hann spilaði ekki leik þar á dögunum.
Þannig var Messi lítillega meiddur þegar Inter Miami mætti úrvalsliði Hong Kong á sunnudag.
Messi sat allan tímann á bekknum og sagðist eftir leik vera meiddur.
þremur dögum síðar var Inter Miami komið til Japan og þá var Messi með í leik og við það er fólk í Hong Kong ekki sátt.
Krefjast margir þess að hann komist aldrei aftur inn í landið og segja þau framkomu hans ógeðslega.
Messi og félagara hafa verið á ferð og flugi um Asíu síðustu vikur en fara nú að halda heim á leið þar sem MLS deildin í Bandaríkjunum fer að fara af stað.