Samningur undrabarnsins Lamine Yamal verður framlengdur um leið og hann verður 18 ára gamall.
Þetta hefur Deco, yfirmaður knattspyrnumála Barcelona, staðfest en um er að ræða einn efnilegasta leikmann heims.
Yamal er aðeins 16 ára gamall en hefur þrátt fyrir það spilað 24 leiki fyrir Barcelona í La Liga.
Ekki nóg með það á Yamal að baki fjóra landsleiki fyrir Spán og hefur skorað í þeim tvö mörk sem er ótrúlegur árangur.
,,Við munum framlengja samning Yamal um leið og hann verður 18 ára gamall,“ sagði Deco.
,,Við reyndum síðasta sumar en hann á þrjú ár eftir af samningnum og þegar hann verður 18 ára þá klárum við verkefnið.“