Arsenal er víst að skoða það að losa sig við miðjumanninn Emile Smith Rowe í sumar og er nú þegar búið að finna mann í hans stað.
Mirror fullyrðir þessar fregnir en Arsenal vill fá hinn efnilega Nico Williams frá Athletic Bilbao á Spáni.
Arsenal þyrfti að borga ansi háa upphæð fyrir Williams en hann gerði nýjan samning við Athletic í desember sem gildir til 2027.
Smith Rowe hefur ekki spilað stórt hlutverk á tímabilinu og ku sjálfur vera opinn fyrir því að halda annað í sumar.
Hann er ekki sá eini sem gæti verið á förum en Thomas Partey og Eddie Nketiah eru orðaðir við brottför.