Það er ekki rétt að Bayern Munchen hafi borgað 57 milljónir fyrir varnarmanninn öfluga Kim Min-jae í sumar.
Þetta hefur Aurelion de Laurentiis, forseti Napoli, staðfest en um er að ræða gríðarlega öflugan leikmann.
Greint var frá því að Bayern hafi borgað 57 milljónir fyrir Kim í sumar en það er ekki rétt og kostaði hann töluvert minna en búist var við.
,,Það sem við fengum fyrir Kim voru 42 milljónir evra, ekki 57 eins og greint var frá í fjölmiðlum,“ sagði De Laurentiis.
,,Við vissum að hann myndi fara í sumar og semja við annað lið, það var alltaf augljóst.“