Jon Dahl Tomasson er hættur sem þjálfari Blackburn í næst efstu deild Englands og tekur John Eustace við keflinu. Hann þjálfaði síðast Birmingham í sömu deild.
Tomasson var öskuillur í janúar er Blackburn mistókst að fá til sín framherjann Duncan McGuire á lokadegi gluggans.
Blackburn náði ekki að skila inn réttum gögnum í tæka tíð og varð McGuire áfram í Orlando City í Bandaríkjunum.
Tomasson taldi að Blackburn þyrfti nauðsynlega á leikmönnum að halda en lykilmenn hafa kvatt félagið á síðustu mánuðum.
Tomasson reyndi einnig að hætta með Blackburn síðasta sumar en án árangurs – Arnór Sigurðsson er leikmaður liðsins.