fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Einlægur Rikki G ræðir andlát föður síns og hans baráttu – „Ég hef engum sagt þetta, ég var kominn á slæman stað heima“

433
Föstudaginn 9. febrúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn og íþróttafréttamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason ræðir á einlægan hátt um andlát föður síns í viðtali við Götustráka á Brotkast.is. Þar segir hann frá því þegar hann fékk símtalið fyrir tæpum tveimur árum síðan.

Ríkharð var þá á leið til vinnu en faðir hans hafði ætlað að koma með honum eins og hann gerði svo oft.

„Ég er á leiðinni á handboltaleik, Valur á móti FH. Hann kom alltaf með þegar ég var að lýsa Vals leikjum, hann var heima hjá ömmu sem var þá enn á lífi. Hún hringir í mig og fyrsta sem ég heyri í símann er „Ég held að pabbi þinn sé dáinn“,“ segir Ríkharð á einlægan hátt.

Ríkharð segir frá því hvernig amma hans hafi reynt að vekja en það gekk ekki. „Næst er bara mók hjá mér, ég man ekki hvernig ég keyrði. Ég bruna þangað og það er opnað, ég labba inn og kem fyrir hornið þá sé ég að hann er farinn. Ég trúði þessu ekki, ég hélt að hún hefði ekki kallað nógu hátt.“

Ríkharð segir svo frá því hvernig faðir hans hafði háð harða baráttu við alkóhólisma í gegnum árum.

„Það var bráðahjartabilun, mikið til komið vegna lífernis hans í gegnum tíðina. Hann fékk 67 ár, hann hefði farið fyrr ef hann hefði ekki tekið til í sínu lífi. Hann var illa farinn, miðtaugakerfið í höfðinu og líffæri,“ segir Ríkharð.

„2014 þegar stelpan mín fæðist, þá næ ég til hans. Þá er ég 29 ára gamall og ég kem honum í meðferð, hann byrjaði að verða edrú 1993 þegar hann og mamma skilja. Hann á góðan sprett til 2000 og fellur þá, ég reyndi alltaf að halda mig frá þegar þetta var. Undir restina 2014, þá er hann kominn á mjög slæman stað. Þá hélt ég að hann ætti ekki mikið eftir, ég fer með hann og næ að opna augun hans.“

„Hann náði sér strax á strik, hann byrjaði að rækta sambandið við mig, konuna mína og barnið mitt. Hann fær tíu ár af fallegu lífi, ég skildi fallega við hann.“

Ríkharð segir að faðir sinn hafi undir það síðasta verið byrjaður að halla sér að flöskunni á nýjan leik. „Það sem ég held að hafi klárað þetta, hann var orðinn slappur þetta ár. Það sást að hann var farin að leita í flöskuna aftur til til að deyfa eitthvað, það varð honum megn. Hann kvaddi mjög snögglega, þetta hefur verið skrýtin tími.“

Andlát hans vakti Ríkharð til lífsins.

„Þetta vakti mig, ég er barn alkóhólista. Ég hef alltaf þurft að vera meðvitaður líka, ég hef þurft að huga minn gang. Ég hef engum sagt þetta, ég var komin á slæman stað heima. Farinn að drekka heima og ekkert tilefni, drekka fram á nætur og það hafði áhrif á fjölskyldulífið. Ég vaknaði og breytti hugsun og varð meðvitaður, koma því í hausinn. Að þú neytir áfengis til að skemmta þér, ekki til að deyfa þig. Ég gat sótt það í pabba og hann hafði sína reynslu.“

„Ég var að vinna eins og ég veit ekki hvað. Það stóð ekki vel á fjárhagslega, nýlega komin með íbúð og miklar afborganir, ég var að skemmta á næturnar og eftir það hélt drykkjan áfram þegar ég kom heim.“

Brotið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“