Eins og flestir vita er Manchester City undir rannsókn FFP en grunur er á að félagið hafi brotið fjárlög á síðustu árum.
City er ásakað um að hafa brotið af sér 115 sinnum en ekki er búið að dæma í þessu máli að svo stöddu.
Everton var einnig ákært af FFP og var refsað um leið og fékk í kjölfarið sekt og tíu mínus stig í ensku úrvalsdeildinni.
Sean Dyche, stjóri Everton, skilur ekki af hverju reglurnar séu öðruvísi fyrir Englandsmeistarana og tjáði sig fyrir helgi.
,,Af hverju er ein regla sérstaklega fyrir þá og önnur fyrir okkur? sagði Dyche á blaðamannafundi.
Pep Guardiola, stjóri Man City, var spurður út í ummæli Dyche í dag en hafði lítið að segja.
,,Ég veit mína skoðun á þessu máli og hefur sagt hana margoft. Ég hef ekkert meira að segja. Við bíðum,“ sagði Guardiola.