Það er nánast klárt að Ivan Toney sé að kveðja lið Brentford en þetta staðfestir stjóri liðsins, Thomas Frank.
Toney er markavél Brentford og er á óskalista margra liða en litlar líkur eru á að félagið geti haldið honum.
Chelsea og Arsenal eru orðuð við Toney sem verður samningslaus sumarið 2025.
,,Það er ansi augljóst að Ivan Toney verður líklega seldur í sumar, það getur verið dýrt að losna við þinn besta leikmann en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í sumar,“ sagði Frank.
,,Við vitum hvers virði hann er og ég tel að það séu ekki margir framherjar betri en hann þessa stundina.“