Stórstjarnan David Beckham vakti heldur betur athygli er hann birti mynd á Instagram síðu sína í gær.
Þar sást í nýtt húðflúr Englendingsins sem gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og Real Madrid.
Dágóður tími er síðan Beckham lagði skóna á hilluna en hann er eigandi Inter Miami í Bandaríkjunum í dag.
Beckham virðist elska lífið í Miami sem og borgina en hann hefur látið húðflúra ‘Miami’ á vinstri kálfa.
Þetta má sjá hér fyrir neðan en Beckham meiddi sig lítillega í hjólferð og birti í kjölfarið mynd.