Cristiano Ronaldo er ekki á meðal bestu kaupa Manchester United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að sögn David Gill.
Gill er fyrrum stjórnarformaður United en hann var starfandi hjá félaginu er Ronaldo var keyptur frá Sporting árið 2003 og gerði í kjölfarið frábæra hluti.
Gill var beðinn um að nefna þrjú bestu félagaskipti í sögu United í úrvalsdeildinni og komst Ronaldo óvænt ekki á lista.
Markahæsti leikmaður United í sögu deildarinnar, Wayne Rooney, fær efsta sætið en allir leikmennirnir hafa nú lagt skóna á hilluna.
,,Bestu félagaskipti liðsins, ég myndi segja Wayne Rooney fyrir það sem hann gerði fyrir félagið sem og Michael Carrick,“ sagði Gill.
,,Sá þriðji, ef ég fæ að vbelja tvo þá myndi ég nefna Nemanja Vidic og Patrice Evra. Einn sá mikilvægasti var samt sem áður Edwin van der Sar, við áttum alltaf í erfiðleikum með að leysa Peter Schmeichel af hólmi í markinu.“