Dómarar í leik Inter Miami og Vissel Kobe voru ekki upp á sitt besta er liðin áttust við í æfingaleik í Japan.
Leikmaður að nafni Yuya Okaka hefði auðveldlega átt að fá rautt spjald í leiknum fyrir brot á Sergio Busquets.
Busquets er leikmaður Inter Miami en hann gerði garðinn frægan sem leikmaður Barcelona á Spáni.
Okaka fór vel yfir strikið í leiknum en af einhverjum ástæðum fékk hann ekki spjald fyrir groddaralegt brot.
Myndband af þessu má sjá hér en Busquets þurfti að fara sárþjáður af velli í kjölfarið.
🚨Watch: Sergio Busquets injury during the game against Vissel Kobe 🤕
— Inter Miami News Hub (@Intermiamicfhub) February 7, 2024