Eins og flestir vita þá fá knattspyrnustjörnur ansi vel greitt fyrir að sinna sinni vinnu en laun leikmanna í dag eru komin í stjarnfræðilegar upphæðir.
Nefna má markmanninn Thibaut Courtois sem hefur leikið með Chelsea og spilar í dag fyrir Real Madrid.
Courtois er með annað áhugamál utan vallar en hann er duglegur að kaupa sér glæsilega bíla og safnar þeim í bílskúrnum á sínu heimili.
Samtals hefur Courtois keypt bíla fyrir yfir eina milljón punda eða í kringum 200 milljónir króna.
Safnið er stórt en Belginn er sjálfur frá þessa stundina vegna meiðsla og hefur ekkert tekið þátt á tímabilinu.
Dæmi um hans eignir má sjá hér fyrir neðan.