Barcelona ætti að reyna allt til að fá Jurgen Klopp til að semja við félagið að sögn Pierre Emerick Aubameyang.
Aubameyang þekkir Klopp vel en þeir unnu saman hjá Dortmund áður en Þjóðverjinn tók við Liverpool.
Klopp mun hætta með Liverpool í sumar og það sama má segja um Xavi sem er í dag þjálfari Barcelona.
,,Klopp gefur þér allt sem þú þarft. Hann gefur liðinu orku og vinnur titla, hann er frábær stjóri og ef Barcelona á möguleika er það frábært val,“ sagði Aubameyang.
,,Mér leið virkilega vel undir hans stjórn hjá Dortmund og það væri magnað ef hann myndi koma.“