Marcus Rashford þarf að drífa sig burt frá Manchester United ef hann treystir ekki á þjálfara liðsins, Erik ten Hag.
Þetta segir Lee Sharpe, fyrrum leikmaður liðsins, en Sharpe er Íslendingum kunnur og lék með Grindavík um stutta stund.
Rashford átti frábært síðasta tímabil en hefur ekki verið sami leikmaður í vetur sem hefur kostað enska stórliðið töluvert.
,,Hann þarf að sýna það að hann vilji hjálpa liðinu og reyna að komast á sama stað og á síðasta tímabili,“ sagði Sharpe.
,,Ef hann getur ekki gert það þá gæti hann verið að horfa annað. Kannski er hann óánægður með stjórann eða stjórnina? Það gæti verið eitthvað í gangi innandyra sem við vitum ekki af sem gerir hann 4-5 prósent óánægðari hjá félaginu.“
,,Ef það er staðan þá þarf hann að fara og við þurfum að fá einhvern inn sem stendur 100 prósent með þjálfaranum, aðeins Marcus getur svarað þessum spurningum.“