Ekkert enskt lið væri í efstu sjö sætunum ef fimm stærstu deildir heims væru settar saman í eina.
Það er FBREF sem tekur þetta saman. Meðalfjöldi stiga í leik er tekinn inn í myndina.
Bayer Leverkusen væri á toppi deildarinnar með 2,60 stig í leik. Rétt á eftir væri Inter með 2,59 stig og svo kemur Real Madrrid með 2,52.
Liverpool, sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, væri í níunda sæti. Manchester City, sem er á eftir Liverpool í deildinni, væri ofar þar sem liðið hefur spilað færri leiki.
Hér að neðan má sjá hvernig efstu 20 myndu líta út. Töfluna í heild má svo nálgast hér.