Suður-Kórea er úr leik í Asíukeppninni eftir óvænt tap gegn Jórdaníu í útsláttarkeppni mótsins.
Þetta eru úrslit sem komu mörgum á óvart en Jórdanía er 64 sætum fyrir neðan Suður-Kóreu á heimslistanum.
Suður-Kórea gerði sér vonir um að vinna keppnina en það hefur ekki gerst síðan 1960.
Frammistaða Suður-Kóreu í leiknum var í raun til skammar en liðið átti ekki skot á markið í leiknum.
Heung Min Son, stærsta stjarna Suður-Kóreu og leikmaður Tottenham, þurfti að biðjast afsökunar eftir tapið óvænta.
,,Þetta er svo svekkjandi, við erum í tárum eftir þetta tap. Jórdanía hefur átt frábært mót hingað til og átti sigurinn skilið,“ sagði Son.
,,Við áttum alls ekki gott kvöld og vorum of hræddir við að gera mistök – við biðjumst afsökunar á frammistöðunni.“