Xavi hefur gefið það út að hann sé á förum frá Barcelona í sumar eftir um þrjú ár við stjórnvölin hjá félaginu.
Xavi vann deildina með Barcelona á síðasta ári og komu frétitrnar mörgum á óvart.
Guti, fyrrum leikmaður Real Madrid, er á því máli að Xavi hafi aldrei verið tilbúinn fyrir Barcelona og að skrefið hafi verið of stórt.
Fyrir það þjálfaði Xavi í Katar með Al-Sadd en hann er þá fyrrum leikmaður Barcelona og náði frábærum árangri á vellinum.
,,Xavi Hernandez var ekki tilbúinn fyrir Barcelona, hann hélt að þetta yrði dans á rósum en annað kom á daginn,“ sagði Guti.
,,Þegar þú ert að þjálfa sjálfan þig í Katar og spila leiki fyrir framan 300 manns… Það er ekki það sama og að sitja á bekknum hjá Barcelona. Það eru staðreyndir.“