fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Ronaldo og félagar vilja nýta sér stöðu leikmanns United og bjóða honum stjarnfræðilega há laun

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Al-Nassr í Sádi-Arabíu ætlar að bjóða Raphael Varane risasamning í sumar ef marka má enska miðilinn Daily Star.

Varnarmaðurinn, sem gekk í raðir Manchester United sumarið 2021, hefur sterklega verið orðaður frá enska félaginu. Samningur hans rennur út í sumar og United vill ekki nýta sér ákvæði um að framlengja hann um eitt ár nema leikmaðurinn sé til í að lækka vel í launum. Hann þénar um 350 þúsund pund á viku.

Varane er ekki sérlega spenntur fyrir því og gætu peningarnir í Sádí því heillað meira.

Samkvæmt fréttum er Al-Nassr til í greiða Varane 50 milljónir punda í laun á ári. Félagið getur boðið honum hærri laun þar sem það þyrfti ekki að kaupa leikmanninn.

Hjá Al-Nassr spilar auðvitað Cristiano Ronaldo. Varane þekkir hann vel frá tíma sínum hjá Real Madrid og United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Í gær

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Í gær

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Í gær

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Í gær

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 2 dögum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina