Markvörðurinn Joe Lewis æfir með Manchester United þessa dagana og hefur gert undanfarnar vikur. Manchester Evening News segir frá.
Lewis er án félags eftir að hafa yfirgefið Aberdeen síðasta sumar og er honum frjálst að semja hvar sem er þó félagaskiptaglugginn sé lokaður.
Ekki er víst hvort United íhugi að semja við þennan 36 ára gamla markvörð. Hann hefur aðallega æft með yngri liðum United en þó eitthvað æft með markvörðum aðalliðs United.
Það er spurning hvort Lewis fái stuttan samning hjá United, sem mætir Aston Villa í næsta leik sínum á sunnudag.