Ásgeir Frank Ásgeirsson er hættur sem leikmaður Aftureldingar í Lengjudeild karla og hefur starf í þjálfun.
Þetta kemur fram í kvöld en Ásgeir mun þjálfa lið Hvíta Riddarans sem mun spila í 3. deild karla í sumar.
Fréttirnar koma nokkuð á óvart en Ásgeir hefur spilað stórt hlutverk með Aftureldingu undanfarin tvö tímabil.
Tilkynning Hvíta Riddarans:
Hvíti Riddarinn hefur gengið frá samningum við nýtt þjálfarateymi fyrir komandi timabil og mætti vel segja að ráðningarnar væru í stærri kantinum.
Ásgeir Frank tekur við stjórnartaumunum af Sindra Snæ Ólafssyni og Grétari Óskarsyni og mun stýra félaginu í sumar.
Ásgeir Frank verður þó ekki einn heldur munu Enes Cogic og Ísak Ólason vera honum til halds og trausts á komandi tímabili.
Þessa þrennu þarf vart að kynna fyrir Mosfellingum en Ásgeir Frank hefur verið að spila með Meistaraflokki Aftureldingar síðustu 2 ár við góðan orðstír en hann hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna og taka næsta skref á ferlinum sem þjálfari. Við erum hæstánægðir að hafa fengið Ásgeir til að þjálfa liðið á komandi tímabili,
Með honum verður hinn reynslumikli þjálfari Enes Cogic, en hann hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla Aftureldingar undanfarin ár og mun hann sinna því hæutverki áfram að auki. Enes hefur þjálfað lengi hjá Aftureldingu og var hann meðal annars verið aðalþjálfari meistaraflokks á árunum 2012 og 2013.
Auk þeirra verður hinn ungi og efnilegi þjálfari Ísak Ólason með þeim á hliðarlínunni. Ísak er 24 ára Mosfellingur sem hefur æft og leikið með öllum þremur mosfellsku knattspyrnuliðunum ásamt því að þjálfa yngri flokka Aftureldingar í nokkur ár og erum við ánægðir að fá hann inn í teymið.