Það er talið að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ætli að taka sér árs frí frá þjálfun eftir að hann yfirgefur Liverpool í sumar. Eitt starfstilboð gæti hins vegar breytt því.
Þetta segir spænski blaðamaðurinn Gerard Romero, sem starfar í Katalóníu. Segir hann að Klopp myndi fara í nýtt starf strax í sumar ef Barcalona bankar á dyrnar.
Þá heldur Romero því fram að Klopp hafi þegar rætt við Joan Laporta, forseta Börsunga og hafi það samtal verið jákvætt.
Xavi er núverandi stjóri Barcelona en mun hætta eftir tímabilið.
Klopp tilkynnti einmitt sjálfur á dögunum að hann myndi hætta sem stjóri Liverpool í lok tímabils eftir níu farsæl ár.