fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Eru til í að reyna aftur við Rashford með einu skilyrði

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain gæti endurvakið áhuga sinn á Marcus Rashford er félagið leitar að arftaka Kylian Mbappe.

Þetta segir blaðamaðurinn Ben Jacobs, en talið er að Mbappe fari til Real Madrid í sumar.

Rashford hefur ekki átt sjö dagana sæla með Manchester United undanfarið eftir að hafa verið frábær seinni hluta síðustu leiktíðar. Einnig hefur hann átt í vandræðum utan vallar.

Englendingurinn hefur áður verið orðaður við PSG og fór hann í viðræður við félagið áður en hann skrifaði undir nýjan samning við United í fyrra.

Ef Mbappe fer gæti franska félagið reynt við Rashford á ný, en aðeins ef leikmaðurinn sjálfur sýnir vilja til þess að fara til Parísar.

PSG vill samkvæmt fréttum ekki eyða tíma í að reyna að eltast við hann nema leikmaðurinn sjálfur sé viljugur til að yfirgefa United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning