Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, er búinn að ræða við stjörnu liðsins, Thiago Silva, eftir ummæli eiginkonu hans á dögunum.
Eiginkona Silva, Belle, er ósátt með ástandið hjá Chelsea í dag og lét í sér heyra eftir 4-2 tap gegn Wolves um helgina.
,,Það er kominn tími á breytingar, ef við bíðum mikið lengur þá verður það of seint,“ skrifaði Belle á Twitter.
Búist er við að Belle sé þar að kalla eftir brottrekstri Pochettino sem hefur ekki heillað marga sem stjóri þeirra bláklæddu í vetur.
Silva og Pochettino ræddu saman á þriðjudag vegna ummæla Belle en þeir tveir hafa þekkst í tæplega tíu ár.