Jurrien Timber verður til taks fyrir lið Arsenal fyrir komandi átök í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
Frá þessu er greint í dag en Timber kom til Arsenal síðasta sumar en hefur ekkert spilað í ensku deildinni.
Hollendingurinn meiddist illa og sleit krossband í sínum fyrsta keppnisleik fyrir félagið.
Þetta eru gleðifréttir fyrir Arsenal sem spilar gegn Porto í 16-liða úrslitum keppninnar.
Búist er við að Timber snúi aftur í mars en það mun taka leikmanninn ágætis tíma í að komast í gott leikstand.