Arsenal vann Liverpool í stórleik í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn sunnudag.
Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Leandro Trossard skoruðu mörk Arsenal í 3-1 sigri en Liverpool komst á blað með sjálfsmarki Gabriel í vörn Arsenal.
Það er óhætt að að segja að yfirburðir Skyttanna á vellinum hafi verið töluverðir gegn toppliðinu á sunnudag. Tölfræði sem TNT Sports vakti athygli á eftir leik sýnir það svart á hvítu.
Þar segir að XG (væntanleg mörk) Arsenal í leiknum hafi verið 3,52 mörk. Ekkert annað lið hefur skorað svo hátt gegn Liverpool í þessum tölfræðiþætti frá því mælingar hófust í ensku úrvalsdeildinni.
Úrslítin þýða að Arsenal er tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. Manchester City er með jafnmörg stig en hefur spilað leik færra en Arsenal og Liverpool.
Arsenal’s expected goals of 3.52xG is the 𝐌𝐎𝐒𝐓 Liverpool have ever faced in a Premier League game 🤯
Domination. pic.twitter.com/vcgliLcm9I
— Football on TNT Sports (@footballontnt) February 4, 2024